Skólinn

Teikning af Fjólu og samnemendum hennar ásamt tveimur kennurum.

Fellaskóli er heildstæður grunnskóli. Nemendur eru u.þ.b. 360 og hver árgangur er einn hópur þó oftast sé honum skipt í fleiri hópa. Í Fellaskóla er unnið að því að breyta skólastarfinu í samræmi við menntastefnu Reykjavíkurborgar. Verkefnið kallast Draumaskólinn Fellaskóli. Markmiðið er að efla íslenskukunnáttu og árangur nemenda ásamt því að efla sjálfsálit og sjálfstæði þeirra þannig að þeir geti látið drauma sína rætast. Leiðarljós í skólastarfinu eru mál og læsi, leiðsagnarnám, tónlist og skapandi skólastarf.

Skólastarfsemi

Starfsáætlun

Í starfsáætlun Fellaskóla eru upplýsingar um skipulag skólastarfsins

Skólanámskrá

Í starfsáætlun er fjallað um hugmyndafræði og skipulag starfsins í Fellaskóla. 

Í öllum námsgreinum eru gerðar kennsluáætlanir sem fjalla um markmið kennslu, skipulag viðfangsfefna, lykilhugtök og námsmat. 

  • Skoða skólanámskrá

Skólaráð

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Meginhlutverk skólaráðs að vera vettvangur fyrir alla fulltrúa skólasamfélagsins til að eiga samráð um málefni skólans.

Skólaráð Fellaskóla 2024 - 2025: 

Skólastjóri: Helgi Gíslason

Fulltrúar forráðamanna: Edda Sif H. Eyjólfsdóttir og 

Fulltrúar kennara: Aron Berg Pálsson og Sólveig Marý Einarsdóttir.

Fulltrúar nemenda: Alexandra Kondraciuk og Milana Navickaite.                 

Fulltrúi annars starfsfólks: Stefán Bjartur Runólfsson. 

Fulltrúi grenndarsamfélags: Hlynur Einarsson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar 111.

Fróði Jakobsen aðstoðarskólastjóri er ritari skólaráðs (án málfrelsis og tillöguréttar).

Fundargerð 1. fundar 

Fundargerð 2. fundar

Stuðlað er að alhliða þroska og menntun hvers og eins og stutt er við jákvæða hegðun nemenda í samræmi við uppeldisstefnuna um jákvæða aga. Við skólann er starfrækt sérdeild sem ætluð er börnum með greiningu á einhverfurófi. Einkunnarorð skólans eru virðing, ábyrgð, vinsemd. Framtíðarsýn skólans er að allir finni sig vera á heimavelli. Í skólanum er litið svo á að menningarlegur fjölbreytileiki auðgi skólastarfið og lögð er áhersla á að virðing sé borin fyrir uppruna og menningu einstaklinga.

Nemendur í 1. og 2. bekk eru í samþættu skóla- og frístundastarfi til 15:40. Eftir það stendur til boða að skrá börn sín í frístundaheimili til 17:00. Nemendur í 3. og 4. bekk geta tekið þátt í frístundastarfi í Hraunheimum sem er safnfrístund fyrir Fellaskóla og Hólabrekkuskóla og félagsmiðstöðin Hundrað&ellefu býður upp á fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn og unglinga.

Matur í grunnskólum

Skólamáltíðir eru gjaldfrjálsar veturinn 2024-2025 en mikilvægt er fyrir skólann að hafa áfram yfirsýn, halda utan um upplýsingar um ofnæmi og óþol og takmarka matarsóun. Því þarf eins og áður að skrá nemendur í mataráskrift.

Þeir nemendur sem voru skráðir í fyrra verða sjálfkrafa skráðir í áskrift en aðrir þurfa að skrá sig. Breyting á skráningu fer fram á matur.vala.is.

Teikning af Fjólu að borða mat í skólanum

Foreldrasamstarf

Við erum öll í þessu saman, enda er oft sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn.

 

Í skólum borgarinnar er markvisst unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi.

 

Foreldrafélag  er starfrækt í öllum skólum Reykjavíkurborgar. 

Teikning af Fjólu á leið í skólann ásamt fleiri nemendum og foreldrum

Skólareglur

 

Mat á skólastarfi

Markmið mats og eftirlits með gæðum starfsins er m.a. að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.

Skólahverfi Fellaskóla

Í Reykjavík eru mörg skólahverfi og lögheimili barnsins ræður því í hvaða hverfisskóla það fer.

 

Barnið þitt hefur forgang í sinn hverfisskóla. Engu að síður eiga allir foreldrar kost á að sækja um skóla fyrir börn sín hvar sem er í borginni samkvæmt reglum um skólahverfi, umsókn og innritun. 

 

Hér finnur þú upplýsingar um hvaða götur tilheyra skólahverfi Fellaskóla.