Foreldrastarf í Fellaskóla
Velferð barna og farsæl námsframvinda byggist ekki síst á því að foreldrar styðji við skólagöngu barna sinna og gæti hagsmuna þeirra í hvívetna, eigi gott samstarf við skóla, veiti skólanum viðeigandi upplýsingar og taki þátt í námi barna sinna og foreldrastarfi frá upphafi til loka grunnskóla.
Upplýsingagjöf milli heimila og skóla og samráð kennara og foreldra um nám og kennslu er mikilvæg forsenda fyrir árangursríku skólastarfi. Skólar bera ábyrgð á að slíkt samstarf komist á og því sé viðhaldið alla skólagöngu barnsins. Virk hlutdeild og þátttaka foreldra í námi og starfi barna sinna er forsenda þess að foreldrar geti axlað þá ábyrgð sem þeir bera á farsælu uppeldi og menntun barna sinna.
Hjá Miðju máls- og læsis starfa svonefndir brúarsmiðir. Það eru starfsmenn sem tala pólsku, filippeysku, kúrdísku og arabísku. Markmið brúarsmiða er að byggja brú á milli fjöltyngdra barna og foreldra þeirra sem og starfsmanna skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Hlutverk þeirra er:
- Að styðja við íslenskunám barna af erlendum uppruna í leik- og grunnskólum.
- Að styðja kennara og starfsmenn SFS í starfi í fjölmenningarlegu umhverfi.
- Að styðja foreldra af erlendum uppruna í samstarfi og samskiptum við skóla.
Sjá nánar á: https://mml.reykjavik.is/bruarsmidi/
Foreldrafélag Fellaskóla
Foreldrafélag er formlegur samstarfsvettvangur forráðamanna þar sem rædd er skólaganga barna og hvaðeina sem snertir uppeldi og menntun. Félagið hefur unnið að ýmsum verkefnum með skólanum m.a. útihátíðum og skólaslitum. Foreldrafélagið aflar fjár með innheimtu félagsgjalda og ýmsum öðrum fjáröflunarleiðum svo sem jólaföndri, páskabingói o.fl. Forráðamenn sjá einnig um að undirbúa og skipuleggja ferð fyrir 10. bekkinga við skólalok.
Foreldrafélag Fellaskóla á fulltrúa í SAMFOK Samtökum foreldrafélaga og forráðamanna í grunnskólum Reykjavíkur. Þá hefur stjórn foreldrafélags Fellaskóla náið samstarf við stjórnir foreldrafélaga annarra grunnskóla í Breiðholti.
Foreldrafélag Fellaskóla starfar skv. 9. gr. laga um grunnskóla. Þar segir að við hvern grunnskóla skuli starfi foreldrafélag. Foreldrafélagið setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Hlutverk foreldrafélagsins er m.a. eftirfarandi:
- að styðja við skólastarfið
- stuðla að velferð nemenda skólans
- efla tengsl heimilis og skóla
- hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
- hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin.
Stjórn foreldrafélags Fellaskóla 2024 - 2025
Edda Sif H. Eyjólfsdóttir formaður edda@blikkvik.is
Elísabet Hauksdóttir solskyn_1@hotmail.com
Erla Erludóttir erlaj83@gmail.com
Harpa Jónsdóttir harpamarinj@gmail.com
María Björnsdóttir mariabjon@gmail.com
Sara Höskuldsdóttir sarahoskulds@gmail.com
Stjórn foreldrafélags 2024-2025
-
Formaður: Edda Sif H. Eyjólfsdóttir, edda@blikkvik.is
Aðrir í stjórn:
- Elísabet Hauksdóttir, solskyn_1@hotmail.com
- Erla Erludóttir, erlaj83@gmail.com
- Harpa Marín Jónsdóttir, harpamarinj@gmail.com
- María Björk Jónsdóttir, mariabjonsd@gmail.com
- Sara Elísabet Höskuldsdóttir, sarahoskulds@gmail.com
Skólastjóri fundar með stjórn foreldrafélags að jafnaði einu sinni í mánuði.