Íslenskuverðlaun unga fólksins
Íslenskuverðlaun unga fólksins i bókmenntaborginni Reykjavík eru veitt árlega í tilefni af Degi íslenskrar tungu.
Verðlaunaafhending var haldin í Hörpu mánudaginn 17. nóvember síðastliðinn. Markmið verðlaunanna er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Verndari verðlaunanna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands.
Nemendurnir úr Fellaskóla sem hlutu viðurkenningu fyrir góðan árangur í íslensku og áhuga á námi almennt voru Jökull Máni úr 4. bekk, Emilia Dís úr 7. bekk og Katla úr 10. bekk. Við óskum þeim til hamingju.