Stuðningsþjónusta
Stefna Reykjavíkurborgar um sérkennslu og stuðning hefur skóla án aðgreiningar að megin leiðarljósi. Í því felst að skólinn veiti öllum nemendum sínum þjónustu fötluðum jafnt sem ófötluðum. Kennaranum er ætlað að aðlaga kennslu sína að nemendahópnum og þarf því að beita mismunandi kennsluaðferðum og vera með mismunandi viðfangsefni fyrir nemendur sína.
Stoðþjónusta í Fellaskóla
Við stoðþjónustu Fellaskóla starfa deildarstjóri, sérkennarar, kennarar, þroskaþjálfi, talmeinafræðingur og stuðningsfulltrúar.
Stoðþjónustu skólans er skipt niður í :
- Sérkennslu
- Þjálfun þroskaþjálfa
- Þjálfun talmeinafræðings
- Íslensku sem annað mál
- Námslegan og félagslegan stuðning stuðningsfulltrúa
- Minni hópa í íslensku og stærðfræði
Teymi um stoðþjónustu funda tvisvar sinnum í mánuði undir stjórn deildarstóra stoðþjónustu.
Árlega sækja umsjónarkennarar um þjónustu fyrir hönd nemenda sinna í samráði við foreldra og eru einstaklingsnámskrár unnar í samvinnu umsjónarkennara og stoðþjónustu. Óski foreldri eftir aðkomu stoðþjónustu skal að hafa samband við umsjónarkennara eða við deildarstjóra stoðþjónustu. Nýir Íslendingar fá sjálfkrafa þjónustu í ísat.
Sérdeild Fellaskóla fyrir einhverf börn
Sérdeild Fellaskóla er ein af sjö sérdeildum Reykjavíkurborgar fyrir einhverf börn. Markmið deildarinnar er að koma til móts við nemendur á einstaklingsmiðaðan hátt, styðja þá til náms, sjálfstæðis og þátttöku í skólastarfinu. Áhersla er lögð á að skapa umhverfi og umgjörð sem hentar hverjum og einum. Rauði þráðurinn í starfinu er góð líðan nemenda, jákvæð upplifun af skólastarfi ásamt samvinnu við foreldra og aðra fagaðila með það að leiðarljósi að skapa farsæla skólagöngu fyrir hvern nemanda.
Heilsugæsla
Skólaheilsugæsla sinnir skipulagðri heilbrigðisfræðslu og hvetur til heilbrigðra lífshátta.
Námsráðgjöf
Námsráðgjafi við skólann veitir nemendum persónulegan og félagslegan stuðning í námi.
Menntun fyrir alla
Í grunnskólum Reykjavíkur er sérhverju barni mætt í námi óháð atgervi þess og stöðu.
Farsæld barna
Ný lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna hafa tekið gildi. Markmiðið er að tryggja að börn og forsjáraðilar fái rétta aðstoð, á réttum tíma, frá réttum aðilum.
Fjölskyldum og börnum sem þurfa snemmtækan stuðning er tryggður aðgangur að tengilið farsældar í nærumhverfi barnsins, svo sem í leikskóla eða grunnskóla. Tengiliður farsældar veitir upplýsingar og leiðbeiningar um þjónustu og stuðlar að því að börn og forsjáraðilar hafi aðgang að þjónustu án hindrana.
Til að óska eftir samþættri þjónustu geta börn, ungmenni og forsjáraðilar haft samband við tengiliði farsældar:
Tengiliður í Fellaskóla er: Fróði Jakobsen