Nám og kennsla

Teikning af kennara fyrir framan töfluna í kennslustofu.

Grunnskólar Reykjavíkurborgar vinna eftir aðalnámsskrá grunnskóla með Menntastefnu Reykjavíkurborgar til hliðsjónar. Meginmarkmið stefnunnar er að öll börn vaxi, dafni og uni sér saman í lýðræðislegu samfélagi sem einkennist af mannréttindum og virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífs.

Í kraftmiklu skóla- og frístundastarfi öðlast börn og unglingar menntun og reynslu til að láta drauma sína rætast og hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag.

Mentor

Mentor er upplýsingakerfi fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Forsjáraðilar og nemendur fá aðgangsorð að Mentor. Á fjölskyldusíðunni sjá forsjáraðilar stundatöflur barna sinna, heimavinnu, námsmat, skólasókn og fleira.

Kennsluáætlanir

Í kennsluáætlunum er lýst  inntaki námsins og námsmati sem gefa kennurum, nemendum og foreldrum yfirsýn um það sem fengist er við í kennslunni. 

Námsmat

Tilgangur námsmats í Fellaskóla er að vera leiðbeinandi og hvetjandi fyrir nemanda og að honum sé þannig ávallt ljóst hvar hann stendur í námi. Í kennslu er lögð áhersla á fjölbreytt verkefni og viðfangs­efni svo nemandi geti sýnt hæfni sínum með sem mismunandi hætti. Megininntak námmats á að vera leiðsögn þannig að nemandi sjái hvar honum hefur tekist vel og hvað hann þarf að bæta eða auka áherslu á. Námsmat þarf að ná yfir bæði þekkingu og hæfni nemanda á mismundi sviðum og því eru til mats hverju sinni virkni, vinnubrögð ásamt þekkingu og leikni í námsefninu. Námsmatið byggir á hæfniviðmiðum Aðalnámskrá grunnskóla.

Námsmat í Fellaskóla á að vera sýnilegt nemendum og foreldrum Mentor. Notast er við eftirfarandi viðmið:

Framúrskarandi – Hæfni náð – Þarfnast þjálfunar – Hæfni ekki náð.

Í Fellaskóla eru ekki gefin lokaeinkunn með þeirri undantekningu að nemendur í 7. - 10. bekk fá einkunnirnar A, B+, B, C+, C eða D að vori.

Kennsluhættir

 Starfshættir í Fellaskólaeru sveigjanlegir, kennsluhættir einstaklingsmiðaðir og námsefni aðlagað að þörfum nemenda. Meðal kennsluaðferða  eru: Byrjendalæsi, PALS og leiðsagnarnám. Íslenskunám nemenda er sameiginlegt verkefni allra sem með börnunum starfa.

Hluti af námi nemenda eru í smiðjum (lotum). Dæmi um námsgreinar sem gjarnan falla undir smiðjur eru hönnun og smíði, myndmennt, textílmennt, tónlist, heimilisfræði og sund. Náminu er skipt upp í 8 - 9 vikna langar lotur. Nemendum er blandað í smiðjuhópa óháð bekkjarskiptingu og er hver árgangur samtímis í list- og verkgreinum.

Skólaárið 2024 – 2025 er unnið þróunarverkefni á eldra stigi, læsi og skapandi skólastarf. Hluti af verkefninu eru þemavikur sem verða tvisvar á skólaárinu. Þær vikur fellur öll hefðbundin kennsla niður en nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum í hópum. 

Nánar er fjallað um kennsluhætti í starfsáætlun. 

Viðmið um skólasókn

Mikil áhersla er lögð á stundvísi nemenda í skólanum. Öll börn og ungmenni á aldrinum 6 til 16 ára eru skólaskyld og bera foreldrar/forsjáraðilar ábyrgð á því að börnin innritist í grunnskóla, sæki skólann og stundi þar nám.

Ef misbrestur verður á skólasókn ber foreldrum/forsjáraðilum og skólanum að bregðast við. Til þess að þau viðbrögð verði sem árangursríkust hafa grunnskólarnir í Reykjavík sett sér samræmd viðmið og reglur sem þeir vinna eftir.