Frístundaheimilið Vinaheimar í Fellaskóla

Hraunheimar hafa kvatt okkur og fengið afhent sitt húsnæði uppgert. Í staðinn flytur frístundaheimilið Vinaheimar tímabundið í kjallarann okkar. Eins og kunnugt er þá eru miklar rakaskemmdir í Ölduselsskóla og unnið að viðgerðum og verða Vinaheimar hjá okkur á meðan. Við bjóðum starfsfólk og nemendur Vinaheima velkomin í Fellaskóla.