Síðustu dagar fyrir jól

 

Aðventan líður hratt með gleði og glensi. Aðventustundir hafa verið góðar, en þar hafa starfsmenn til dæmis skemmt nemendum og öðru starfsfólki með dansi eða söng. Jólaleyfi hefst 20. desember og skólinn hefst aftur 5. janúar. Dagskrá bekkja er send út af umsjónarkennurum.

 

 

18. desember er rauður jólaþemadagur og sýning 6. bekkjar á Helgileik. Foreldrasýning verður kl. 8:30. Jólaball/stofujól/jólamatur 7.-10. bekkjar verður kl. 18:30-22:00. Það er skylda að mæta og í staðinn byrja þau í jólaleyfi degi fyrr. Endilega látið skrifstofuna vita ef nemendur komast ekki. 

19. desember er skertur skóladagur:

  • 1.-3. bekkur mæta í skólann 9:00-10:30. Opið er í gæslu í Vinafelli kl. 8:00-9:00 og 10:30-17:00. Gott væri að vita hvaða börn í 3. bekk þurfa gæslu fyrir Hraunheima, fridbjorg.s.johonnudottir@reykjavik.is.
  • 4.-6. bekkur mæta í skólann 10:30-12:00. Gæsla verður í Vinafelli fyrir börn sem fara í Hraunheima. Gott væri að vita hvaða börn í 4. bekk þurfa gæslu fyrir Hraunheima, fridbjorg.s.johonnudottir@reykjavik.is.   
  • 7.-10. bekkur er í jólaleyfi þennan dag þar sem þau mættu á skemmtun að kvöldi 18. desember.

Vinafell og Hraunheimar eru opin á virkum dögum í jólaleyfi fyrir skráð börn. Skráning fer fram inni á www.vala.is.